Kosning um kjarasamning Arkitektafélags Íslands og SAMARKS lauk að miðnætti í gær, 29. júní.

Niðurstaða kosninganna var sú að kjarasamningurinn var samþykktur með 92,86% greiddra atkvæða. Þeir sem ekki samþykktu samninginn voru 7,14% og 3,45% skilaði auðu.

Alls tóku 29 manns þátt í kosningunni en á kjörskrá eru 94 einstaklingar, sem þýðir að kosningaþátttaka var 30, 851%.

Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir stéttina og fögnum við þessum áfanga en síðasti kjarasamningur arkitekta rann út 2014.

Frekari upplýsingar verða veittar félagsmönnum í vikunni.

Samningurinn