Kæru félagsmenn,

þriðjudaginn 7. janúar kl. 12.00-13.00 mun kjaranefnd AÍ kynna fyrir félagsmönnum stöðu kjaraviðræðna.  Kjaranefnd hefur unnið dyggilega að því að uppfæra kjarasamning fyrir félagsmenn, en eldri kjarasamningur var uppfærður árið 2013, þ.e. áður en AÍ gekk í BHM.

Kjaranefnd ásamt lögmanni BHM og framkvæmdastjóra AÍ hóf kjarafundaviðræður við SAMARK í haust. Kjaranefnd vill kynna fyrir félagsmönnum þá vinnu sem og stöðu mála.

  • Hvenær: 7. janúar kl. 12.00-13.00
  • Hvar: Borgartún 6, BHM, efsta hæð (gamla rúgbrauðsgerðin).
  • Fyrir hverja: Alla félagsmenn, en sérstaklega þá sem eru í kjaradeild félagsins, þ.e. greiða í BHM.

Vonumst til að sjá sem flesta!