Reykjavíkurborg býður hönnuðum og fagfólki frá Arkitektafélagi Íslands, Félagi íslenskra landslagsarkitekta, Skipulagsfræðingafélagi Íslands og Verkfræðingafélagi Íslands upp á kynningarfund um nýtt hverfisskipulag föstudaginn 17. janúar.

Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari og þróa byggðina í takt við breyttar áherslur í samfélaginu. Hverfisskipulagið mun einnig einfalda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum sínum eða lóðum.

Öll gróin hverfi borgarinnar munu fá sérstakt hverfisskipulag þar sem m.a. er mótuð stefna um breytingar á húsnæði, fjölgun íbúa, samgöngur, græn svæði og styrkingu verslunar og þjónustu í hverfunum. Markmiðið er einnig að bæta og fegra borgarumhverfið og hvetja til heilsueflandi og jákvæðra athafna. Jafnframt er lögð áhersla á að færa mótun borgarumhverfisins nær íbúum með virku samráði.

Hvenær: Föstudaginn 17. janúar milli kl. 12- 13. 

Hvar:  Borgartúni 14.  Vindheimar 7. hæð.

Boðið verður upp á kaffi, kleinur og samlokur

Vinsamlegast staðfestið fundarboð fyrir 15. janúar þannig að hægt sé að áætla veitingar með því að senda tölvupóst á Ævar Harðarsson, verkefnastjóra hverfisskipulags: Aevar.Hardarson@reykjavik.is