Framkvæmdasýsla ríkisins er þessa dagana í tiltekt í geymslunum sínum. Töluvert af plönsum úr eldri samkeppnum eru þar að finna en dæmi um plansa eru frá eftirfarandi samkeppnum:

  • Flugstöð Leifs Eiríkssonar (ábyggilega fyrsta samkeppnin um hana)
  • Hæstiréttur
  • Hús íslenskra fræða (2008)
  • Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ (2010)
  • Hjúkrunarheimili í Fjarðarbyggð (2010)

Listinn er ekki tæmandi. Það er óvíst hvort þarna séu öll gögn frá þessum samkeppnum, en ef menn hafa hug á að skoða þetta til að kanna hvort þeirra eigin gögn eru til staðar og fá þau þá með til eignar hafið þá samband við Gíslínu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra/arkitekt FAÍ, með því að senda henni tölvupóst á netfangið gislina.g@fsr.is eða með því að hafa samband í síma: 5698950. Plansar verða að vera sóttir fyrir árslok 2018.