Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu. Um er að
ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Leitað er eftir skipulögðum, sjálfstæðum og
drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst. Byggingarfulltrúi starfar á umhverfis- og eignasviði bæjarins og næsti yfirmaður er
sviðsstjóri.
Helstu verkefni:
- Samskipti og miðlun upplýsinga um byggingamál til bæjarbúa og annarra viðskiptavina
sveitarfélagsins og aðila í stjórnsýslu sveitarfélagsins - Útgáfa byggingarleyfa
- Yfirferð, áritun og samþykkt aðaluppdráttaGerð grunngagna vegna byggingargjaldareikninga til fjármáladeildar í tengslum við útgáfu byggingarleyfa.
- Útgáfa vottorða í tengslum við byggingaframkvæmdir skráningu vottorða.
- Skýrslugerð um byggingarmál fyrir opinbera aðila
- Gerð mæliblaða og lóðaleigusamninga
- Yfirumsjón með rafrænum lóðagrunni sveitarfélagsins
- Viðhald fasteignagrunns og samráð við fjármáladeild vegna álagningar fasteignagjalds
- Samskipti við Mannvirkjastofnun, Þjóðskrá og aðrar stofnanir sem koma að byggingamálum
Menntun og hæfni:
- Menntun í samræmi við 8. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010, þ.e. arkitekt,
byggingarfræðingur, verkfræðingur, tæknifræðingur, byggingarverkfræðingur,
byggingartæknifræðingur, innanhússarkitekt, landslagsarkitekt eða rafiðnaðarfræðingur. - Þekking og reynsla af byggingarmálum.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Góð skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.
- Góð samskiptahæfni.
- Dugnaður og vinnusemi.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta er kostur
Launakjör eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs í
gegnum tölvupóst (axelov@isafjordur.is) eða í síma 450-8000.
Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2020. Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, afriti af
prófskírteinum og leyfisbréfi skulu sendar til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið
baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.