Á laugardaginn kemur, 12. maí, býður Listaháskóli Íslands félagsmönnum Arkitektafélags Íslands upp á leiðsögn um útskriftarsýningu hönnunar-og arkitektúrdeildar LHÍ
Sýningin er haldin á Kjarvalsstöðum og hefst leiðsögnin kl. 14:00.
Um leið og við þökkum LHÍ kærlega fyrir gott boð hvetjum við alla félagsmenn til að nýta sér þessa ferð og sjá útskriftarverk hönnunar-og arkitektanema í ár.