Laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00 mun Pétur Ármannsson vera með leiðsögn fyrir félagsmenn AÍ um sýninguna: Guðjón Samúelsson húsameistari, í Hafnarborg í Hafnarfirði.

Pétur Ármannson og Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, eru sýningarstjórar sýningarinnar en sýningin er sett upp í tilefni þess að öld er nú liðin frá því að Guðjón lauk háskólaprófi í byggingarlist, fyrstur Íslendinga árið 1919.

Frekari upplýsingar um sýninguna.

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur!