Ráðstefna á Kjarvalsstöðum, fimmtudaginn 28. nóvember milli kl. 10.00-16.00, þar sem rætt verður um list í almannarými og þýðingu hennar fyrir nærsamfélög og samfélög í heild. Sérstakur gaumur verður gefinn að uppsprettu slíkra verkefna, hvernig verða þau til, hvernig eru þau fjármögnuð, skipulag og utanumhald.

Skráning er nauðsynleg.

Aðalfyrirlesari er Tyra Dokkedahl, sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og blaðamaður, sem sérhæfir sig í list í almannarými.

Aðrir fyrirlesarar:
Steve Christer, arkitekt hjá Stúdíó Granda
Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar
Anna Hallin, Olga Bergmann, Carl Boutard, Ólöf Nordal, listamenn Örn Baldursson frá Framkvæmdasýslu ríkisins

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, heldur opnunarávarp og Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, stýrir ráðstefnunni.

Ráðstefnugjald kr. 2.500. Innifalið er kaffi yfir daginn og léttur hádegisverður.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Hafnarborg og Rannsóknarsetur í safnafræðum.

Ráðstefna á facebook.