Deildarforseti ber ábyrgð á listrænni og akademískri stefnumótun fagsviðsins og útfærslu hennar í námi, kennslu og rannsóknum í samstarfi við sviðsforseta. Hann leiðir faglegt samtal deildarinnar, sinnir starfsmannahaldi, málefnum nemenda og almennri starfsemi deildar. Starfshlutfall er 100%.

Deildarforseti skal hafa akademískt hæfi. Við ráðningu í starfið fer fram hæfismat skv. reglum Listaháskólans um veitingu akademískra starfa. Hæfir umsækjendur verða m.a. metnir útfrá neðangreindum kröfum á grundvelli umsóknar auk þess sem frammistaða umsækjenda í viðtölum mun hafa mikið vægi.

Upplýsingar um starfið.

Umsóknarfrestur er til 14. júní 2020.