Sviðsforseti vinnur að þverfaglegum markmiðum Listaháskólans í samstarfi við rektor og aðra stjórnendur, ber ábyrgð á akademískri uppbyggingu sviðsins og innleiðingu á stefnu Listaháskólans. Hann stýrir starfsemi sviðs í samstarfi við deildarforseta, annast stjórnun þess og rekstur og sinnir starfsmannahaldi. Starfshlutfall er 100%.

Sviðsforseti skal hafa akademískt hæfi. Við ráðningu í starfið fer fram hæfismat skv. reglum Listaháskólans um veitingu akademískra starfa. Hæfir umsækjendur verða m.a. metnir útfrá neðangreindum kröfum á grundvelli umsóknar auk þess sem að frammistaða umsækjenda í viðtölum mun hafa mikið vægi.

Umsókn skal skilað eigi síðar en 21. maí 2020.

Upplýsingar um starfið