Löggildingar

Til að nota starfsheitið arkitekt þarf að sækja um leyfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Við afgreiðslu umsókna er stuðst við umsögn menntamálanefndar AÍ og eru reglur um mat á umsóknum til að kalla sig arkitekt hér:  Reglur um mat á löggildingu

Mannvirkjastofnun sér um löggildingar til að leggja fram uppdrætti vegna bygginga- og framkvæmdaleyfa. Áður en sótt er um löggildingu til að leggja fram uppdrætti þarf umsækjandi að sækja námskeið sem Mannvirkjastofnun / Iðan (idan.is) stendur fyrir og standast próf að því loknu. Umsóknareyðublað Mannvirkjastofnunar