Mæna er tímarit hönnunar og arkitektúrdeildar LHÍ, gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands. Óskað er eftir innsendum greinum vegna næstu útgáfu Mænu og er þemað Trans-. Tímaritið verður gefið út vorið 2019.

Skilafrestur á greinum er 1. september 2018 en staðfesting á þátttöku og lýsing á grein skal skila inn til ritstjóra 15. ágúst 2018.

Ritstjóri tímaritsins er Marteinn Sindri Jónsson, aðjúnkt á fagsviðið fræða, marteinnnsindri@lhi.is.

Frekari upplýsingar: Mæna-óskað eftir greinum-2018

www.mæna.is

Facebooksíða Mænu