Félag bandarískra arkitekta í Maine fylki óskar eftir fimm íslenskum dómnefndarfulltrúum fyrir arkitektasamkeppni sem félagið stendur fyrir. Samkeppnin verður haldin í mars á næsta ári, 2019. Hingað til hafa um 45-60 verk verið send inn í þessa samkeppni, og skv. skipuleggjendum ættu dómnefndarstörf, sem fara fram hér á landi, ekki að taka lengri tíma en 3-4 klst.  Starfið er ólaunað en þetta ætti að kjörið tækifæri fyrir arkitekta hér á landi, unga sem aldna, að hittast og fara yfir annarra manna verk í sameiningu. Einum áhugasömum dómnefndarfulltrúa verður síðan boðið út til Maine til að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna í maí 2019.
Til að þið áttið ykkur betur á keppninni og umfangi hennar getið þið skoðað myndir af þeim verkum sem send voru inn til þáttöku í keppninni í ár.
Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á gerdur@ai.is