Íslenski byggingavettvangurinn, Velferðarráðuneytið Nýsköpunarmiðstöð, Samtök iðnaðarins, Mannvirkjastofnun og Íbúðalánasjóður boða til málþings um „Vandað, hagkvæmt, hratt“ frá ýmsum hliðum.

 

Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. september kl. 9–12.

Dagskrá

  • Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt“ og kynnir nýtt „Mælaborð“ velferðaráðuneytisins um húsnæðismál.
  • Breytingar á byggingareglugerð með tilliti til lítilla íbúða og smáhýsa. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.
  • Áhrif lóðaverðs og lóðaframboðs á íbúðamarkaðinn. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
  •  Vistvænt, vandað og vel planað. Sigríður Björk Jónsdóttir og Elín Vignisdóttir, Vistbyggðaráði.
  • Hagkvæmni – stöðugleiki – upplýsingar. Sigurður Jón Björnsson framkvæmdastjóri árstýringar Íbúðalánasjóðs.
  •  „Vandað“ í „Vandað hagkvæmt og hratt“. Ólafur H. Wallevik, Forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
  •  Kostnaðargreining. Hvar er mögulega hægt að lækka íbúðaverð? Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri Byggingavettvangsins.
  • Íslenskur hugmyndavettvangur. Ólíkar nálganir og nýjar leiðir við hönnun smáíbúða. Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt hjá Hornsteinum, Oddur Víðisson, arkitekt hjá DAP ehf. og Jón Magnússon, verkefnisstjóri hjá Þingvangi.

SKRÁNING

 

(Sett á vef 6. sept. 2016)