Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br.  annast Mannvirkjastofnun gerð stoðrita við skoðunarlista skoðunarhandbóka (Viðauka II í byggingarreglugerð) um nánari framkvæmd byggingarreglugerðar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila. Inn á vef  mvs.is eru komin drög að stoðritum við skoðunarlista skoðunarhandbóka nr. 4.033 áfangaúttektir, 4.035 öryggisúttektir og 4.037 lokaúttektir.

Er hagsmunaaðilum hér með gefinn kostur á að kynna sér efni stoðritanna og senda okkur athugasemdir, leiðréttingar og viðbætur. Frá dagsetningu þessa bréfs gefst einn mánuður til að bregðast við.


Slóðin er:  http://www.mannvirkjastofnun.is/byggingar/skodunarlistar-og-stodrit/