Ágætu félagar,

Valnefnd Íslands til Mies van der Rohe verðlaunanna 2021 óskar eftir ábendingum ykkar á eigin verkum og annarra. Við viljum útvíkka skilning okkar og þekkingu á arkitektúr á Íslandi árin 2018-20 (miðast við verklok 1. október 2018- 1. október 2020) og viljum við hvetja félagsmenn til að benda á allt frá skúrum til stórbygginga og að teygja arkitektúrhugtakið sem mest má.

Tilnefningarnar skulu sendast með tölvupósti á formann valnefndar, Óskar Arnórsson, á netfangið oskararnorsson@gmail.com fyrir lok dags 7. ágúst 2020 og nægir að tilgreina byggingu og arkitekt.

Með fyrirfram þökk,

Valnefndin