Í könnun sem BHM gerði nýverið meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM kemur fram að 92% svarenda í könnuninni eru hlynnt því að vinnuvikan verði stytt í 37,5 stundir ef það skerðir ekki kjör þeirra. Flestir (41%) telja að sér myndi henta best að vinna einn dag í viku til hádegis ef vinnuvikan yrði stytt með þessum hætti en 29% telja að sér myndi henta best að hætta hálftíma fyrr á hverjum vinnudegi. Um 17% vilja vinna lengur fjóra daga vikunnar og eiga frí einn dag.

Frétt BHM er hægt að nálgast hér.