Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar

Minningarsjóður prófessors dr. phil. Húsameistara Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990  í samræmi við erfðaskrá Guðjóns sem dagsett var 08.12.1948.

Í erfðaskrá Guðjóns er svo fyrir mælt að ákveðnum hluta eigna hans skuli varið til sjóðsmyndunar í nafni hans. Þar segir ennfremur að fyrstu tíu árin eftir andlát hans skuli sjóðurinn varðveittur í þáverandi kennslumálaráðuneyti en eftir það renna til Húsameistarafélags Íslands eða, ef það félag yrði lagt niður, í það félag sem stofnað yrði á sama grundvelli og meirihluti félagsmanna væri íslenskir húsameistarar.

Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda.

Minningarsjóðurinn hefur í þessu skyni veitt styrki annað hvert ár, frá árinu 1995.  Styrkveitingin fer fram í tengslum við afmælisdag Guðjóns Samúelssonar en hann var fæddur 16. apríl 1887 og dó 25 apríl 1950, fimm dögum eftir vígslu Þjóðleikhússins. Næsta styrkveiting er fyrirhuguð á árinu 2017.

Formaður stjórnar sjóðsins er Aðalheiður Atladóttir, formaður AÍ. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Gunnarsson, Ásmundur H. Sturluson, Hjördís Sigurgísladóttir félagar í AÍ og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BÍL, sem tilnefndur er af stjórn BÍL.

Minningarsj Gudjons Samuelss skipulskra