Styrkveitingar 1995

Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar 1995

Árið 1995 voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr sjóðnum.

Haraldur Helgason arkitekt 100.000 kr styrkur til að afla gagna og skrá gögn arkitektafélaganna á Íslandi,- Byggingameistarafélagsins 1926-39, Akademíska arkitektafélagsins 1936-39, Húsameistarafélags Íslands 1939-56 og Arkitektafélags Íslands frá þeim tíma.

Guðjón Friðriksson 100.000 kr styrkur til að vinna áfram að gerð handhægra og aðgengilegra bóka um umhverfi okkar. Hér er um að ræða röð nokkurs konar leiðsögubóka um gömlu hverfin í Reykjavík og aðra gamla bæi og þorp s.s. Hafnarfjörð, Stykkishólm, Ísafjörð, Akureyri, Seyðisfjörð og Eyrarbakka.

Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur 50.000 kr til þess að eignast vandað módel í mkv. 1 : 25 af húsi eftir Högnu Sigurðardóttur í Garðabæ.