Styrkveitingar 1999

Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar 1999

Arkitektafélag Íslands 200.000 kr styrkur til að gefa út leiðsögurit um íslenska byggingarlist í tilefni af útnefningu Reykjavíkurborgar sem einnar af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Rit þetta verður hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður gefið út á íslensku og ensku. Ritið verður nokkurs konar sýningarskrá að íslenskri byggingarlist í Reykjavík og á landsbyggðinni.

Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur 200.000 kr styrkur til skráningar- og rannsóknarverkefna í tengslum við varðveislu á verkum látinna íslenskra arkitekta.