Styrkveitingar 2005

Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar 2005

Arkitektafélag Íslands 360.000 kr.styrkur til að setja upp sýningu á íslenskri byggingarlist á næsta ári í samstarfi við Listaháskóla Íslands og arkitektaskólana í Árósum, Ósló og Gautaborg.

Samstarfshópur AÍ  350.000 kr. styrkur til verkefnisins “Byggingarlist í augnhæð”, sem er námsefni í byggingarlist til kennslu í grunnskólum. Það er unnið af Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt.

Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur  250.000 kr. framhaldsstyrk til að halda áfram að vinna skrá yfir verk Guðjóns Samúelssonar.

Guðmundur Ingólfsson, Ljósmyndastofan Ímynd 250.000 kr styrkur til að vinna að ljósmyndaverkefni um “nafnlausa byggingarlist”.

Atli Magnús Seelow arkitekt 100.000 kr. styrkur til að vinna við rannsóknarverkefnið “Neues Bauen – ný byggingarlist á Íslandi á millistríðsárunum” en það er doktorsverkefni við Tækniháskólann í München.