Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar 2009
Styrkur var veittur úr sjóðnum í áttunda sinn 24. apríl 2009, tuttugu og ein umsókn barst. Að þessu sinni var ákveðið að veita eftirfarandi styrki:
Dr. Atli Magnús Seelow, arkitekt fær 400.000 kr. til að vinna við ritun bókar um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins.
Dagskrárnefnd AÍ; Anna Sóley Þorsteinsdóttir, arkitekt FAÍ, Laufey Agnarsdóttir arkitekt FAÍ og Magnús Jensson arkitekt FAÍ , í samstarfi við Guju Dögg Hauksdóttur, arkitekt FAÍ og Sigríði Maack arkitekt FAÍ fá 500.000.-kr. í styrk til sýningar á verkum Högnu Sigurðardóttur heiðursfélaga Arkitektafélags Íslands.
Haraldur Helgason,arkitekt FAÍ fær 300.000.-kr. styrk til vinnu við skráningu á samkeppnum sviði bygginga og skipulags, sem hafið komið til kasta arkitektafélaganna á Íslandi.
Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, þjóð –og ferðamálafræðingur Olga Guðrún Sigfúsdóttir arkitekt faí og Þórdís Erla Ágústdóttir, ljósmyndari og menningarfræðingur, fá 300.000.- kr. styrk til útgáfu bókar um íslenska baðmenningu.
Pétur H. Ármannsson, arkitekt FAÍ og Halldóra Arnardóttir, listfræðingur fá 500.000.- kr. styrk til lokavinnslu bókar um verk Manfreðs Vilhjálmssonar sem fyrsta verk í ritröð um íslenska arkitekta.