Styrkveitingar 2013

Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar 2013

Styrkur var veittur úr sjóðnum í tíunda sinn föstudaginn 26. apríl 2013 í Hönnunarmiðstöð Íslands í Vonarstræti 4b í Reykjavík. Alls bárust 8 umsóknir um styrki úr sjóðnum í ár, þar af 6 vegna rannsókna og útgáfu bóka/ rita, 1 vegna stuttmynda-gerðar og 1 vegna varðveislu myndbandsupptaka. Samkvæmt stofnskrá sjóðsins er tilgangur hans sá “ … að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda … Stefnt er að úthlutun styrkja og veitingu viðurkenninga annað hvert ár.”

Á fundi sínum 15. apríl 2013 ákvað stjórnin að veita þremur aðilum styrk:

Dennis D. Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir, arkitektar hlutu 500.000 kr. styrk til að hefja undirbúning að útgáfu rannsóknarverkefnisins Íslensk byggingarsaga – áhrif frá Bretlandseyjum.

Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur hlutu 500.000 kr. styrk vegna útgáfu bókarinnar Reykjavík eins og hún hefði getað orðið.

Pétur H. Ármannsson arkitekt hlaut 400.000 kr. styrk vegna útgáfu yfirlitsrits um ævi og verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts.

Stjórn sjóðsins skipa arkitektarnir Sigríður Ólafsdóttir (formaður), Sigurður Einarsson, Ásmundur H. Sturluson, Guðmundur Gunnarsson og formaður Bandalags íslenskra listamanna, Kolbrún Halldórsdóttir.