Styrkveitingar 2015

Styrkur var veittur úr sjóðnum í ellefta sinn föstudaginn 12. júní 2015.  Alls bárust 11 umsóknir um styrki úr sjóðnum í ár. Samkvæmt stofnskrá sjóðsins er tilgangur hans sá “ … að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda … Stefnt er að úthlutun styrkja og veitingu viðurkenninga annað hvert ár.”

Á fundi sínum 4. júní  2015 ákvað stjórnin að veita einn styrk:

Pétur H. Ármannsson arkitekt hlaut 1.000.000 kr. styrk til undirbúnings og vinnslu yfirlitsrits um ævi og verk Guðjóns Samúelssonar arkitekts og húsameistara ríkisins.

Stjórn sjóðsins skipa arkitektarnir Aðalheiður Atladóttirr (formaður), Ásmundur H. Sturluson, Guðmundur Gunnarsson, Hjördís Sigurgísladóttir og formaður Bandalags íslenskra listamanna, Kolbrún Halldórsdóttir.