Miðvikudaginn 30. maí mun lögfræðingur Myndstefs, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, vera með kynningu fyrir arkitekta um höfundarétt, og reglur og lög þar um. Þar mun hún sýna dæmi um sameiginlegan rétt, skiptan, aðlaganir, ólögmæt not og hvenær not eru lögmæt.  Einnig mun hún kynna raunhæf dæmi er varða arkitektúr sem komið hafa á borð til Myndstefs sem auðveldlega væri hægt að leysa ef brugðist væri strax við. Í lokin ætlar hún að fara yfir atriði sem er gott að hafa í huga í samningsgerð og önnur praktísk mál þegar arkitektar taka að sér verkefni.

Kynningin fer fram í húsakynnum Myndstefs, Hafnarstræti 16, miðvikudaginn 30. maí kl. 17:00-18:30.

www.myndstef.is