Allir félagsmenn AÍ eru aðilar að Myndstefi. En við aðild að Myndstef veitir félagsmaður Myndstef rétt til gæslu á notkunar- og birtingarrétti myndverka félagsmanns sem þegar hafa verið birt. Gildir þessi réttur samhliða eigin ráðstöfunarrétti félagsmanns um endurnotkun verka sinna, sem er enn meginreglan. Tekur réttargæslan til hvers konar hagsmunagæslu varðandi höfundarétt félagsmanns, hvort heldur um er að ræða sjónvarpsstöðvar eða aðra notkun byggða á 26. gr. a. höfundalaga nr. 73/1972. Einnig tekur gæslan til þeirra tilvika þar sem einstaklingar, félög eða opinberir aðilar nota einstök myndverk, og jafnframt vegna gagnkvæmnissamninga við sambærileg samtök myndhöfunda erlendis.

Myndstef hefur umboð til að semja um gjald í ofangreindum tilvikum, innan gjaldskrár Myndstefs, og innheimta þau, til málshöfðunar, til verndar höfundahagsmunum svo og til að framkvæma hvaðeina er hér að lýtur og henta þykir.

Frekari upplýsingar um Myndstef er að finna á heimasíðu þeirra myndstef.is