Árlega skipuleggur BHM margvísleg námskeið fyrir almenna félagsmenn aðildarfélaga, kjörna fulltrúa þeirra, starfsfólk og trúnaðarmenn.

Á haustönn 2016 verða eftirfarandi 14 námskeið í boði. Flest þeirra eru opin öllum félagsmönnum BHM án endurgjalds og er einkum ætlað að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði. Hér er m.a. um að ræða námskeið um vinnurétt, samskipti á vinnustað og námskeið sem miða að því að efla persónulega færni þátttakenda. Eitt námskeið er sérstaklega ætlað trúnaðarmönnum og annað er eingöngu ætlað formönnum aðildarfélaga. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar sem, ef út í þær fer, verða kynntar á vef BHM.

Opnað hefur verið fyrir skráningu sem að venju fer fram á vef BHM. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er yfirleitt takmarkaður ‒ fyrst koma, fyrst fá. Til greina kemur að endurtaka einstök námskeið ef aðsókn er verulega umfram laus pláss. Kennsla fer fram í húsnæði BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík, 3. hæð.

Upplýsingar um námskeið BHM og dagsetningar eru hér.

BHM_mynd

(Sett á vef 17. ágúst 2016)