Í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann og kveðið á um að Háskóla Íslands verði lokað í fjórar vikur mun húsnæði Endurmenntunar einnig verða lokað fyrir viðskiptavinum og engin staðkennsla verður í húsnæði stofnunarinnar. Kappkostað verður að sýna viðskiptavinum og kennurum allan þann sveigjanleika sem EHÍ getur veitt miðað við aðstæður. Lagt verður kapp á að kennsla haldi áfram í formi fjarkennslu svo að nám riðlist sem minnst. Ef ekki tekst að bjóða upp á fjarkennslu mun kennsla frestast fram á vor. Viðskiptavinir fá upplýsingar um hvernig kennslu verður háttað á næstu dögum.

EHÍ hefur þurft að  fella, fresta eða breyta námskeiðum í fjarnámskeið síðan samkomubannið var sett á en  námskeið um Svansvottaðar byggingar frestast fram í maí.