Endurmenntun Háskóla Íslands heldur námskeið í gerð hönnunar- og verktakasamninga miðvikudaginn 21. nóvember, kl. 13:00-16:00.

Markmið námskeiðsins er að kynna mismunandi form hönnunar- og verktakasamninga. Farið verður yfir helstu efnisatriði samninga og uppbyggingu þeirra. Kynntar verða ólíkar aðferðir í samningatækni.

Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og dýpka skilning á samningum sem tengjast byggingariðnaði. Farið verður yfir helstu þætti sem skipta máli við undirbúning samninga, viðræður, tilboð, samkomulag og lok samningagerðar. Skoðaðir verða kostir og gallar mismunandi aðferða í samningatækni. Fjallað verður um lykilatriði við árangursríka samningagerð og samvinnu til að komast að góðu samkomulagi.

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem koma að því að undirbúa, semja og reka samninga s.s. verkkaupum, verktökum, arkitektum, verkfræðingum, tæknifræðingum og iðnmeisturum.

Sigríður Sigurðardóttir, arkitekt, er kennari námskeiðsins. Hún starfar sem sviðstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands. Sigríður hefur 20 ára reynslu af samningagerð við hönnuði og verktaka og rekstri samninga

Frekari upplýsingar og skráning