Endurmenntun Háskóla Íslands stendur fyrir námskeiði um kostnaðaráætlun bygginga. Námskeiðið verður haldið  5., 7. og 12. nóv. kl. 13:00 – 16:00.

Þátttakendur munu eftir námskeiðið öðlast almennan skilning á kostnaðarhugtökum, mikilvægi góðrar kostnaðarvitundar, undirbúningi áætlunargerðar og mikilvægi hennar í gegnum hönnunarferlið. Farið verður í gegnum ferlið frá því að hugmynd að verkefni fæðist og þar til að framkvæmdaferlið hefst.

Lögð er áhersla á kostnaðarstýrða hönnun og þær breytur sem hafa áhrif á tilboðsgerð verktaka.Tekin verður fyrir óvissa í gerð kostnaðaráætlunar og hvernig má nýta ákveðnar verðupplýsingar við gerð áætlana. Kynnt verður árskostnaðargreining eða líftímakostnaður bygginga LCC.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem fást við kostnaðaráætlanir bygginga og vilja bæta þekkingu sína á þessu sviði eða hafa áhuga á efninu.

Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur, og Rúnar Gunnarsson, arkitekt, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðir starfa þeir hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar og skráning