Opni listaháskólinn stendur fyrir námskeiði um íslenska byggingarlist.

Í námskeiðinu er farið yfir þróun byggingarlistar á Íslandi frá aldamótunum 1900 og til samtímans. Fjallað verður um tæknilegar og samfélagslegar forsendur húsagerðar á ólíkum tímaskeiðum. Þá verður stílhugsun, hugmyndafræði og verk einstakra arkitekta sett í samhengi við heildarþróun byggingarlistar á tímabilinu.

Kennari námskeiðsins er Pétur H. Ármannson en hann nam arkitektúr við University of Toronto í Kanada og lauk meistaraprófi í sömu grein frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1990. Hann var deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur 1993-2005 og hefur kennt við arkitektúr- og hönnunardeild Listaháskóla Íslands frá stofnun hennar. Hann var arkitekt hjá Glámu–Kími arkitektum ehf. 2005-2013 og starfar nú sem sviðsstjóri skipulags- og umhverfis hjá Minjastofnun Íslands. Pétur er höfundur bóka, greina, fyrirlestra og dagskrárefnis um arkitektúr á Íslandi á 20. öld.

Námskeiðið er kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:30-12:10 í Þverholti 11, og hefst 7. nóvember.

Frekari upplýsingar um námskeiðið.