Námskeið um umhverfismerkingu Svansins verður haldið miðvikudaginn 25. október og munu sérfræðingar frá Svaninum í Svíþjóð kenna námskeiðið, sem fer fram á ensku. Svansvottun bygginga hefur aukist hratt undanfarin ár á Norðurlöndunum. Stór byggingarfyrirtæki, svo sem NCC, Skanska og PEAB hafa í auknum mæli sótt um Svaninn fyrir sínar nýbyggingar. Búið er að sækja um Svaninn fyrir rúmlega 8000 hús/húseiningar og í dag eru rúmlega 2000 hús/húseiningar með vottun. Hér á landi eru tvö hús búin að sækja um Svansvottun. Annað er einbýlishús og hitt fjölbýli. 

 Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið er að finna hér: Svansvottun húsa