Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.
Eftirfarandi tillögur hlutu verðlaun:
1. verðlaun: Arkþing-Nordic og Efla (36936)
2. verðlaun: T.ark arkitektar (00010)
3. verðlaun: Andrúm arkitektar (20002)
Innkaup og athyglisverð tillaga:
Innkaup: ASK arkitektar (19550)
Athyglisverð tillaga: Andersen & Sigurdsson Arkitekter og Verkís (20319)
Tillöguhöfundar fyrstu verðlauna.