Fimmtudaginn 15. júní voru niðurstöður úr framkvæmdasamkeppni um deiliskipulag fyrir miðsvæði Álftaness kynntar.  Alls bárust 4 tillögur og voru 3 þeirra verðlaunaðar.  Í fyrsta sæti var tillaga Andersen & Sigurdsson Arkitekter og verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 4.000.000. kr.  Í öðru sæti var tillaga Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts, Móheiðar Helgu Huldudóttur Obel arkitekts o.fl. og verðlaun fyrir annað sæti voru 2.500.000 kr. Tillaga Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts var útnefnd athyglisverð tillaga og fékk í verðlaun 500 000 kr.

Tillögurnar verða til sýnis í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi næstu mánuði eða til 15. september.  Jafnframt er hægt að skoða allar tillögurnar hér á vef Garðabæjar frá og með mánudeginum 19. júní.

Plansi vinningstillögu í 1. sæti (pdf-skjal 38 MB)

Á heimasíðu Garðabæjar má finna frekari upplýsingar um samkeppnina.