Nú í byrjun nóvember verður haldin norræn arkitektúr messa í Gautaborg (Nordic Architecture Fair). Þar verða kynntir fjörtíu og fjórir viðburðir með alls áttatíu og fimm fyrirlesurum en þar á meðal eru íslensku arkitektarnir Páll Hjaltason, Pálmar Kristmundsson, Hlédís Sveinsdóttir og landslagsarkitektinn Þráinn Hauksson.  Aðrir fyrirlesarar eru til að mynda Sou Fujimoto, Oano Bogda, Kjetil Torsen, Umberto Napolitano, Anssi Lassila, Charles Renfro og Helle Juul.

Samhliða messunni verða veitt The Nordic Architecture Fair Award en innsend verk í keppnina voru alls 134 talsins þar á meðal nokkur send frá Íslandi.

Frekari upplýsingar um messuna eru að finna hér. Kóðinn MI2017 tryggir þér afslátt af inngöngumiða á messuna.