Var nýársheitið að lesa meira um grafíska hönnun? Borgarskipulag? Fletta í nótum meistaranna? Læra leikrit eftir Shakespeare utanbókar?

Bókasafn LHÍ og skrifstofa AÍ hafa gert með sér samkomulag um að bjóða félagsmönnum Arkitektafélagsins að eignast bókasafnsskírteini að bókasafn LHÍ með 50% afslætti árið 2018, eða á 1000 kr í stað 2000 kr. Bókasafn Listaháskólans er staðsett í tveimur byggingum skólans. Þverholti 11, þar sem safnkosturinn er hönnunar-og arkitektúrdeild, sviðslistadeild og tónlistardeild og í Laugarnesi þar sem er safnkosturinn er myndlistardeild, listkennsludeild og sviðslistardeild.

Það eina sem þið þurfið að gera er að sýna persónuskilríki þegar bókasafnsskirteinið er keypt.

Hér eru frekari upplýsingar um opnunartíma safnsins og annað.