Hér má sjá nýjar leiðbeiningar fyrir hjólreiðar sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin hafa unnið og samþykkt af sinni hálfu.

Árið 2017 setti starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) af stað vinnu við gerð leiðbeininga um hönnun fyrir hjólreiðar sem yrðu síðan yrðu gefnar út í nafni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt Vegagerðinni.

Leiðbeiningar  um  hönnun  fyrir  hjólreiðar  eru  settar  fram  með  það  að  markmiði  að  tryggja  með samræmdum  hætti  örugga  og  greiða  umferð  hjólreiðamanna.  Þetta  er  í  samræmi  við  markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015 – 2040 og skipulagsáætlanir allra sveitarfélaganna áhöfuðborgarsvæðinu og stjórnvalda um að bæta aðstæður til hjólreiða.

Hafa nú nýjar leiðbeiningar verið gefnar út með fyrirvara um frekari breytingar eða uppfærslu á þeim þegar ný reglugerð um umferðarmerki mun taka gildi. Nýjar leiðbeiningar eru skýrari og ýtarlegri en áður, lágmarksgildi uppfærð og ný atriði komin inn sem ekki voru áður hluti af leiðbeiningunum. Á meðan uppfærslu á leiðbeiningunum stóð yfir var haft samráð við alla helstu hagsmunaaðila, (t.a.m. lögreglu og Landssamtök hjólreiðamanna o.fl.). Einnig var kallað eftir rýni á þeim frá verkfræðistofum sem skiluðu inn sínu áliti.

Hönnuðir og aðrir sem koma að vinnu fyrir hjólreiðar skulu notast við nýjar leiðbeiningar: við skipulagi, hönnun og framkvæmd.

 Leiðbeiningar eru aðgengilegar hér: https://www.ssh.is/hjolaleidir