Miðvikudaginn 9. maí kl. 17.15 er þér boðið á leiðsögn um sýninguna Önnur sæti í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. 

Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt ætla að ganga um sýninguna með gestum og segja frá sögunum bakvið byggingarnar og samkeppnirnar.

Eftir leiðsögnina verður boðið upp á léttar veitingar.

SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR

Á sýningunni Önnur sæti er að finna verðlaunatillögur arkitekta að þekktum byggingum á Íslandi, hugmyndir sem hlutu viðurkenningu í arkitektasamkeppnum en ekki var byggt eftir. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á arkitektúr, ólíka valmöguleika og öðruvísi framtíðarsýn, hvernig hlutirnir hefðu mögulega getað orðið. Hún spannar ríflega 80 ára tímabil í sögu íslenskrar byggingarlistar og á henni má sjá hugmyndir eftir marga af fremstu arkitektum þjóðarinnar.

Sýningin er unnin í samstarfi við þau Önnu Dröfn og Guðna, en þau eru höfundar bókarinnar Reykjavík sem ekki varð sem kom út árið 2014 og vakti mikla athygli. Auk þess hefur grafíski hönnuðurinn Viktoria Buzukina hjá Hvíta húsinu teiknað heillandi myndheim úr byggingunum, reistum og óreistum, sem er hluti af sýningunni.