Þann 11. október mun Menntavísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir opinni málstofu um hönnun skólabygginga og tengsl við skólastarf. Málstofan fer fram í Bratta, húsnæði Menntavísindasviðs (gengið inn frá Háteigsvegi) kl. 15:00-17:00.  Þrír erlendir fyrirlesarar munu halda erindi auk Aðalsteins Snorrasonar, arktitekts hjá ARKÍS.
Dagskráin er eftirfarandi.
  1. Setning Menntakvika 10 mín
  2. Designing Educational and Learning Space: Transferring Processes of Schools and Classrooms
  3. Modern schools in Finland-Designing active learning. Markku Lang, Future Classroom Lab Ambassador of Finland.
  4. News from school planning in Norway and one single case Siv Marit Stavem, consultant at Norconsult in Norway.
  5. Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ: Hönnun og hugmyndafræði. Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá FAÍ hjá ARKÍS arkitektar ehf.
  6. Spurning og umræður
  7. Fundarlok
Málstofan er hluti af opnunarhátíð vegna Menntakviku sem hefst í Bratta kl. 15:00 og er stutt af Norrænu verkefni:  From Design to practice-School environment from a Nordic perspective