Þann 11. október mun Menntavísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir opinni málstofu um hönnun skólabygginga og tengsl við skólastarf. Málstofan fer fram í Bratta, húsnæði Menntavísindasviðs (gengið inn frá Háteigsvegi) kl. 15:00-17:00. Þrír erlendir fyrirlesarar munu halda erindi auk Aðalsteins Snorrasonar, arktitekts hjá ARKÍS.
Dagskráin er eftirfarandi.
- Setning Menntakvika 10 mín
- Designing Educational and Learning Space: Transferring Processes of Schools and Classrooms
- Modern schools in Finland-Designing active learning. Markku Lang, Future Classroom Lab Ambassador of Finland.
- News from school planning in Norway and one single case Siv Marit Stavem, consultant at Norconsult in Norway.
- Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ: Hönnun og hugmyndafræði. Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá FAÍ hjá ARKÍS arkitektar ehf.
- Spurning og umræður
- Fundarlok
Málstofan er hluti af opnunarhátíð vegna Menntakviku sem hefst í Bratta kl. 15:00 og er stutt af Norrænu verkefni: From Design to practice-School environment from a Nordic perspective