Nú er opið fyrir umsagnir um framvarp sem felur í sér viðamiklar breytingar á opinberum stuðningi við nýsköpun í landinu. M.a. á að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður en hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar hefur m.a. verið að reka Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins, gefa út Rb blöð og sérrit og sinn rannsóknar-og þróunarvinnu um steinsteypu og malbik.

Með frumvarpinu er leitast við að forgangsraða verkefnum, draga úr yfirbyggingu og auka sveigjanleika.

Við hvetjum alla félagsmenn til að kynna sér frumvarpið og nýta sér sinn rétt til að hafa áhrif með því að skrifa umsögn um frumvarpið.

Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 9. október

Hlekkur á samráðsgáttina

Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun