Birgir Þröstur Jóhannesson FAÍ mun sýna frumgerð af svífandi göngustígum á Ingólftorgi á HönnunarMars í ár. Verkefnið er unnið í samstarfi við Arkitektafélagið.

Birgir Þ. Jóhannsson og teiknistofa hans, Alternance – arkitektúr og skipulag, fékk brúarverkfræðinginn Laurent Ney sem rekur verkfræðistofuna Ney & Partners í samvinnu við sig við hönnun göngustíganna.  Það sem einkennir þá er hversu sveigjanlegir og umhverfisvænir þeru eru en þeir lágmarka snertipunkta í jörðu og hlífa þannig viðkvæmri náttúru. Göngustígana má laga að mismunandi aðstæðum og þörfum og nýta við náttúruminjar til að fara yfir hraun, hverasvæði og mýrlendi án þess að skemma undirlagið.

Í tilefni af sýningunni býður Arkitektafélag Íslands til opnunar á sýningunni miðvikudaginn 14. mars kl. 20:00-22:00. Opnunin verður haldin í Aðalstræti 2, 2. hæð.

Frekari upplýsingar um verkefnið.

Arkitektafélagið óskaði eftir þátttöku félagsmanna á HönnunarMars í ár sem og félagsmanna FÍLA. Birgir Þröstur var einn þeirra sem sótti um. Vinnuhópurinn sem í voru félagsmenn AÍ og FÍLA fóru af stað í hugmyndavinnu. Vinnuhópurinn var með metnaðarfullar hugmyndir sem hann ætlar að framkvæma á Ingólfstorgi á HönnunarMars 2019.