Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin hafa unnið sameiginlega leiðbeiningar um hönnun fyrir hjólreiðar. Mikilvægt er að allir þeir sem koma að hönnunarverkefnum fyrir hjólreiðar tileinki sér sem fyrst þær áherslur sem birtast í leiðbeiningunum.  Örnámskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að hönnun og útfærslu hjólastíga, starfsfólki sveitarfélaga og Vegagerðar sem og faglegum ráðgjöfum.

 Verkfræðistofan Efla setti leiðbeiningarnar upp. Á námskeiðinu munu sérfræðingar Eflu kynna leiðbeiningarnar ásamt því að sýna dæmi um notkun þeirra.  Námskeiðið fer fram mánudaginn 9. apríl milli kl. 9 – 12 í sal HK – Fagralundi, Furugrund 83 Kópavogi.  Vinsamlegast skráið þátttöku starfsmanna á netfangið ssh@ssh.is

Mikilvægt er að allir þeir sem koma að hönnunarverkefnum fyrir hjólandi vegfarendur tileinki sér sem fyrst þær áherslur sem birtast í leiðbeiningunum – hér er tengill á þær

http://ssh.is/images/stories/frettir/Honnun_f_reidhjol_Leidbeiningar_Drog_01032018.m.pdf